Áhugamannavísur eftir Philip Vogler

Ferskeytludagatal aðfangadag jóla 24. desember 2020

Víða eru hér tilvísanir í hina sívinsælu bók Jólin koma, bæði í kvæðin Jóhannesar úr Kötlum og myndir Tryggva Magnússonar.

 

Kattar vegna ei spara spjör

er speki allra býla.

Við stelpuvonsku og strákapör

styggð mun vekja Grýla.

 

Góðu trúa að Stekkjarstaur

stingi um glugga í bæinn.

Síðan koll af kolli gaur

kankvís til í slaginn.

 

Ungt með kærleik fjósafólk

faðmast enn ei gráleitt.

Skýst þá Giljagaur í mjólk

við gælutalið háleitt.

 

Býlin reynast lýðnum ljúf

er laumast sífellt nærri.

Falinn svo ei stingi í stúf

Stúfur litlu er smærri.

 

Þola áfram býlin bið,

í bili er jólafasta.

Slær einn Þvöru ei slöku við

að sleikja sér að hasta.

 

Býlis þykir börnum gott

beint ef mamma kallar

í skófir strax sér skella í pott

en Skefill fær nú allar.

 

Í uppþvott kallar karl í hund,

ketti gefur merki

en Sleikir fyrr á stuttri stund

stundum er að verki.

 

Jólin fagna Jesúburð,

jörðin komu Herra.

Þá Skellir sveinn með hörku hurð

helst má eyru ei sperra.

 

Leið nú beina skýst í Skyr

skellir fullu í maga

uns ei kemst hann út um dyr

áfram marga daga.

 

Matar þykir Bjúgað best,

á býlum Krækir leitar.

Með eitt hann hrósar happi og sest

en aldrei fleirum neitar.

 

Byrjar ferð við fjöllin há,

fen fer um og mela,

vill við býli um Glugga gá,

sem girnist seinna stela.

 

Langt um dyrnar læðist nef

– til laufabrauðs má hlakka?

Ber að garði Gáttaþef,

góðgætið vill smakka.

 

Sveinn sem helst vill krækja í ket

Krókur skyldi heita

í bitaleit við byl og hret

býla á milli og sveita.

 

Þar sem börnin þjóta um pall

– þrettándi af köllum –

læðist Kertasnýkir snjall,

snýr í býli af fjöllum.

 

Athugið að ég hef stundum breytt fyrri erindum eftir á.

 

Dagatalinu mínu fyrir jól 2020 lýk ég með sjálfslýsingu:

 

Jólasvein ég sæll kann leika,

sitthvað hentar mér.

Ei þjálfa mig né þarf að feika

er þýt ég hvert sem er.


Áhugamannavísur eftir Philip Vogler

Athugið að Philip hefur ekki íslensku að móðurmáli og þýðir aldrei sjálfur á íslensku í vinnunni sinni heldur eingöngu á ensku. Enskan var einnig þungamiðjan í háskólanámi hans. Á hinn bóginn starfar hann oft með móðurmálsfólki á íslensku eða þýsku og hjálpar því að bæta textana sína. 

Oft hefur hann líka þakkað öðrum fyrir gagnrýni og ábendingar til að bæta vísurnar sínar. Frá því um áramót 2007/2008 fór hann að prófa sig áfram við að yrkja hefðbundnar íslenskar vísur með stuðlum, höfuðstaf og rími. Þessar vísur teljast nú í mörgum þúsundum en í byrjun voru margar rangortar. Síðan hefur hann lært meira um hrynjandi og ljóðstafi og þakkar ekki síst leiðbeiningum Ragnars Inga Aðalsteinssonar frá Vaðbrekku en einnig mörgum öðrum aðilum og fyrirmyndum.

Nú verða vísurnar iðulega réttortar en spanna frá því að vera illskiljanleg vitleysa í að vera svo góðar að þær eru prentaðar í blöðum, lesnar upp á samkvæmum eða birtar í kynningarefni. Hins vegar hafa þær ávallt verið Philip sjálfum fyrst og fremst til gamans og aldrei tilheyrt atvinnustarfsemi Lingua / Norðan Jökuls!

Birtist á vefi Fjallahjólaklúbbsins 2012 en breyttist lítillega á Boðnarmiði í október 2019:

Ég hafði rætt við konuna mína um hjólabrautir og hjólandi fólk. Svo sáum við samtímis til bíla á vegi og hjóls á stígi. Þá datt mér í hug að maður á hjóli myndi gleðjast yfir því að eyða orku en maður á bíl sjá eftir því að eyða orku.

Ef lít á reynslu læri ég mest,

líf er góður skóli.

Mér finnst að eyða orku best

ef um ég fer á hjóli.

Hringhendar ferskeytlur sem birtust í þættinum „Mælt af munni fram“ í Bændablaðinu 6. 9. 2012:

Veistu lamb að líður vor

með leik og þamb sem víðast?

Af fjallakambi kveður spor

þar kýst að ramba síðast.

Um þig varmt í vor ég tek,

vart þinn sjarm kann orða.

Í sláturfarm svo fjöldann rek

sem fæstir harma að borða.

Vísa birt í „Vísnahorni“ Morgunblaðsins 29. 5. 2012:

Garð-yrki

Það gefur margt við garð að fást

þú græðir meðan yrkir.

Að eigin blómi í orði að dást

eflir líf og styrkir.

Stuttu fyrir aldamót vann ég með öðrum að því að stofna Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. Yfir veturinn allrasíðustu árin hittumst við nokkrir félagar mánaðarlega á Egilsstöðum til að heyra og ræða ljóð hver annars á svokölluðum ljóðastundum. Á ljóðastund
í desember 2011 var jóla- og áramótaþema:

AÐ-venta:

AÐ éta sig í jólastuð,

AÐ japla og endalaust AÐ hlakka,

vömb AÐ fylla verður puð,

AÐ velja handa fólki pakka.

Eftirfarandi ferskeytlu sendi ég viðskiptavini í Skagafirði árið 2009. Hér byggi ég á gömlum málshætti:

Glöggt við vitum gestsins auga,

getur fleira séð.

Um skynjun þess ei skulum spauga:

Skóginn sér OG tréð.

8. til 10. 7. 2011 gekk ég með öðrum hjá Ferðafélagi Íslands um Haugsöræfi til Vopnafjarðar. Ferðin hét Í fótspor framfara enda um símlínurnar sem voru orðnar yfir 100 ára gamlar. Ævar Kjartansson guðfræðingur og útvarpsmaður leiðsagði enda tengdur Grímsstöðum. Þessi vísa varð eftir í gestabók Austara símhússins nema hvað ég hef síðan breytt öðru vísuorðinu lítillega:

Viljir þú um veröld ganga,

vina þinna njóta einn,

heimur býðst við línu langa

laus við þrengsl og ávallt hreinn.

Bílstjóri sem mætti mér í okt. 2017 gladdi mig lítið á hjóli:

Borgarstjórabeygju tók,

barst um allan veginn.

Langmest mínu megin ók,

minnst á sínu eigin.

Þegar maður yrkir mikið verður oft ort um ljóðagerðina sjálfa (okt. 2018):

Í stuði til að semja?

Ljúft sem virðist leikur einn
lífið fékk ég gefið.
Vona eins að vandi ei neinn
verði ljóðastefið.

Að sama skapi í október 2019:

Gleði ávallt gæti veitt
og goðgá aldrei fremdi
ef mér þætti lífið leitt
og litla stöku semdi.

Ég hef dálæti á dróttkvæðum hætti og hef kvatt marga aðra til að skrifa undir þeim hætti. Þar er innrím langsum þ.e. skáhendingar í oddalínum og aðalhendingar í jöfnum línum. Í október 2019 birti ég þessa dróttkveðu á Boðnarmiði:

Lauf af greinum lafa,
litum skóginn glita.
Húmar seint um sumar,
síðar vetur bíður.
Haustið lætur hósta,
hiti gleymist viti
grimm þá dæmist dimma
dökkna að svörtu rökkri.

Einnig hef ég hrifist af hinum forna hætti tröllaslagi en hann er talsvert dýrari. Þennan tröllaslag frá 2016 kalla ég „Slagur við nútímann“:

Vættir ættu ei vanmátt
virða, yrða, innbyrða
en óttlaust sótt og upphátt
arka, harka og sparka.
Hér er annar tröllaslagur minn frá sama ári:
Ef veitt er greitt og vel mætt,
vín ei dvín né grín,
mun kátt og hátt oft kapprætt,
kysst, sig misst og hist.