Færeysk tunga og menning

 

Að kynnast færeyskri
tungu og menningu

 

Eftirfarandi eru stuttar tillögur um leiðir til að undirbúa Færeyjaferð með
því að læra meiri færeysku og meira um landið. Vel að merkja er ég enginn
sérfræðingur um eyjarnar en tel þó að punktarnir geti gagnast mörgum Íslendingum
sem vilja hafa sem mest upp úr ferð til Færeyja með tilliti til tungumálsins og
menningar. Ekki hef ég heldur neinar tekjur af þessari kynningu en ég vil
gjarnan miðla af reynslunni.

 

Ef þið eruð með aukatillögu sem ykkur finnst að ég eigi að bæta við þá
sendið mér endilega póst um hana á

[email protected]

Alltaf er gaman að kynnast öðrum menningarheimum
og tungumálum og Færeyingar eru góðir nágrannar!

Hægt er að hlusta á fréttatíma færeyska
útvarpsins beint úr eigin MP3-spilara eða tölvu. Áður mælti ég á þessum
vettvangi með því að sækja Høvuðstíðindi þ.e. fréttir um kl. 12:20 og 18:00. Það
var hægt þangað til um mitt ár 2013 á síðunum

http://enps.kringvarp.fo/podcast
og http://www2.kringvarp.fo/webservice/podcast/tidindi.rss.

Nú er orðið miklu meira úrval í Netvarpi
Kringvarpsins og aðgangurinn hefur breyst. Farið á

http://kvf.fo/netvarp

til að finna
margháttað sjón- og hljóðvarpsefni.

 

Til
þess að geta hlustað á marga þætti í röð til dæmis úr farsíma er best að fara
strax neðst á þeirri síðu undir Tøkni og velja Podcast (hlaðvarp). Þar bíður meira en nóg af
áhugaverðu efni handa hverjum og einum. Það er að vísu verra ef þið eigið annað
tæki til að hlusta með en Apple/iTunes-tækin. Það eru þau tæki sem hljóðþættirnir
henta best því skrárnar eru því miður m4a en ekki mp3. Með leitarvél finnið þið
samt mörg forrit til að laga m4a að Windows eða Android. Ég á Windows Media
Player og hjálparforritið á
www.mediaplayercodecpack.com var
ókeypis og hefur virkað sæmilega til að laga *.m4a-skrár frá Kringvarpinu að
Windows-stýrikerfinu.

Afar þægilegur og ókeypis fréttamiðill á
Netinu er

portal.fo

Þið munið fljótlega sjá að það er frekar
auðvelt að skilja færeyskuna. Gaman er líka að rýna í hana með fjölskyldunni
eða vinum sem maður ætlar að ferðast með til Færeyja. Oft skerpir á ánægjunni að fletta upp orði og síðan á árinu 2015 komast allir í ókeypis
orðabók hjá ISLEX á islex.is.

Einn frægasti
fjölmiðill Færeyja er blaðið Dimmalætting enda kannast flestir Íslendingar við
nafnið. Það er auðvitað gott að kaupa aðgang að Netútgáfunni en gæta þarf þess að
borga verður fyrir minnst heilan ársfjórðung. Eins og er virðist ekki hægt til
dæmis að kaupa stakar greinar eða styttri tímabil. Innan Færeyja virðist reyndar
orðið hægt að kaupa Netdimma einn og einn dag með smáskilaboðum en ég hef ekki
reynt það ennþá. Það gæti verið skemmtilegt á ferðalagi.

Forlagið Sprotinn
á sprotin.fo býður upp á mikið úrval af bókum, einnig fyrir lesbretti og
eitthvað til að hlusta á. Skáldsögurnar sjást á síðunni sprotin.fo/products.php?ProductType=paperbooks&Productgroup=5&ProductsPage=1.

Önnur verslun með
mikið úrval bóka er bokhandil.fo og það er einnig auðvelt að rata um vefsíður
þess.

Við konan mín
getum t.d. mælt með Annfinn í Skálum sem höfundi en hann lætur bæði fyrstu
færeysku skáldsöguna, sem heitir Vitjan,
svo og eldri skáldsögu hans, Skugganna
land
, gerast að hluta á Íslandi! Það er gaman af þeim köflum. Annfinn er
gamall málfræðingur og verðlaunaður penni.

Morgunblaðið íslenska segir á s. 57 þann 11. ágúst
2013 að nýleg færeysk saga, Glansbílætasamlararnir
eftir Jóanes S. Nielsen, sé “gæðaskáldsaga”. Glansmyndasafnararnir er líka komin út sem íslensk útgáfa og blaðið
lofar bókina mjög. Báðir textar eru örugglega góðir en ég á eftir að kynnast
þeim persónulega.

Fjallgöngukonan
Ína Gísladóttir í Neskaupstað benti mér á skáldsöguna Barbara eftir Jörgen F. Jacobsen sem skemmtilega lesningu. Hún var
reyndar skrifuð á dönsku eins og bækur hins fræga William Heinesen, sem er einnig
ágætt að kynnast betur vegna menningar Færeyja. Barbara var þýdd á íslensku og er
sennilega til á mörgum bókasöfnum hérlendis – góð ástæða til að heimsækja aftur
nágrannabókasafnið sitt! Barbara var
kvikmynduð af Nordisk film 1997. Myndin var tilnefnd af Danmerku til
Óskarsverðlaunanna ári seinna og fæst nú á geisladiski.

Sem betur fer
tókst á Íslandi að varðveita að mestu leyti Færeyingasögu frá glötun. Eins og
svo margar Íslendingasögur er hún að miklu leyti perla. Ekki síst munuð þið
kynnast Þrándi í Götu, sem er mun stærri og fjölbreyttari persóna en flesta
grunar sem hafa einungis kynnst orðatiltækinu. Ýmsir sérstakir atburðir, galdur
og kænska prýða þessa sögu. Ef þið nennið því þá tel ég best að kaupa söguna á
nútímafæreysku (þýðandi: Bjarni Niclasen. Sprotin 2012) en hafa góða gamla
Færeyingasögu á íslensku til hliðsjónar. Hún hlýtur að fást á öllum betri
bókasöfnum eins og þar sem ég fékk eintak.

Nú skulum við snúa okkur að tónlistinni! Ég er hrifinn af vefnum hjá Felagið Føroysk Tónaskøld en þó aðallega vegna síðnanna sem veita yfirlit (á ensku) yfir líf, starf og stefnu færeysku tónskáldanna. Prófið að fara á http://www.composers.fo//composers.html. Þar getið þið valið milli hlekkjarins til tónskálda í klassískum stíl (Contemporary classical music composers) eða af öðrum stefnum (Jazz, rock, pop, folk music composers). 

Svo er vefgátt sem fjallar um það sem er að gerast á hverjum tíma í færeyskri tónlist: music.foElin Brimheim Heinesen heldur henni uppi
launalaust og það er flott verk til þess að við á Fróni getum fylgst auðveldar
með því sem er að gerast 
í tónlist hjá þessum nágrönnum okkar. Það munar um það að geta kynnt sér
framboðið að nokkru leyti áður en maður fer þangað og hjá sumum gæti það ráðið
hvenær þau fara! Mér fannst vanta meira af klassísku og af
kórflutningi en Elin útskýrði það fyrir mér í tölvupósti árið 2013 með eftirfarandi
orðum (sjangra = tónlistartegund):

MUSIC.fo
útihýsir ikki við vilja nakra ávísa sjangru. Men nú er tað einaferð
soleiðis, at tað hendir mest á tí rýtmiska pallinum – serliga um summarið. Tí
kemur tað slagið av tónleiki til at dominera eitt sindur …

Þið sjáið allavega á vefnum að margskyns tónlist
er í boði. Vefurinn er vissulega mestmegnis á ensku en er einmitt framtak til að
allir ferðamenn skilji hvað er að gerast í tónlistinni um allt
Norðuratlantshafið, einnig á Íslandi.

 

Klikkið hér til að skoða fleiri kafla um
Færeyjaferðir:

hlaupa
í Færeyjum

Að fá
upplýsingar um
mat, gistingu o.fl. í Færeyjum

Íslenskir
vinabæir í Færeyjum

Philip
Vogler

s.
864 1173, [email protected]

Egilsstöðum í janúar 2016