Gæðastefna í tungumálavinnu Lingua

Gæðastefna
Lingua leitast við að skila hágæðatextum sem eru málfræðilega réttir og hafa viðeigandi stíl og orðaforða. Eftirfarandi vinnuferli á stöðugt að tryggja gæði:

Starfsmenn 
Þýðendur og yfirlesarar eru undantekningarlaust háskólamenntaðir einstaklingar sem hafa reynslu af því að rita texta til birtingar.

Þýðingar
Við erum í samstarfi við þýðendur af mismunandi bakgrunni og beinum verkefni eftir föngum til hæfasta aðilans. Ef þýðendur eru ekki að þýða yfir á sitt móðurmál, þá er textinn skilyrðislaust lesinn yfir af hæfum aðila sem hefur viðkomandi mál að móðurmáli.

Tækjabúnaður
Tæki og forrit fyrirtækisins eiga að uppfylla flestar nútímakröfur. Helstu þýðendur okkar nota þýðingarforrit til að auka hagkvæmni, draga úr hættu á mannlegum mistökum og tryggja samræmi. Stuðst er við Internetið til að fá sem fullkomnastar upplýsingar um heppileg fagorð og nútímalegt málfar.

Aukayfirlestur þýðinga
Annar aðili en þýðandinn er ávallt fenginn til að lesa yfir hverja þýðingu. Stundum er þetta gert með fulltingi verkkaupans en langoftast fer þessi vinna fram hjá Lingua áður en þýðingunni er skilað til verkkaupans. Yfirleitt fær frumþýðandinn textann aftur í hendur til að fara yfir breytingar og ræða þær við yfirlesarann. Markmiðið er að tryggja viðeigandi fagorð og vandaðan stíl.

Leiðréttingar
Til að finna nákvæmustu hugtökin leitum við oft lengi á veraldarvefnum og spyrjum stundum verkkaupann auk þess að annar aðili les yfir textann. Eftir afhendingu textans hlustum við á mögulegar spurningar eða athugasemdir verkkaupans og reynum að útskýra vafaatriði. Ef þörf er á því leiðréttum við eða bætum textann en markmið okkar er að slíkt verði óþarft. Athugið að fyrirtækið tekur að öðru leyti ekki ábyrgð á þýðingum og yfirlestri sínum.

Trúnaður
Lingua fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nýir starfsmenn skulu undirrita trúnaðarsamning.

Öll ofangreind viðleitni miðast við að uppfylla væntingar viðskiptavina okkar en ekki síst eigin væntingar. Við leggjum metnað okkar í að vinna samkvæmt einkunnarorðunum:

Gæði og þjónusta í fyrirrúmi!