Hlaup í Færeyjum

Að hlaupa í Færeyjum

Mörg tækifæri bjóðast í keppnis- og skemmtihlaupum
vítt og breytt um Færeyjar, til dæmis á hinni frægu Ólafsvöku. Þægilegt
yfirlit yfir næstu hlaup og önnur mót í frjálsum birtist strax á forsíðu Frjálsra íþrótta Færeyja (heitir Frælsur
Ítróttur Føroya
). Þar finnst stundum jafnvel íslensk keppni og mig grunar að íslenskir skipuleggjendur ættu oftar að láta þennan færeyska aðila vita af sér. Undir fyrirsögninni Skrá sérð þú einnig viðburði fyrri ára.

Undirritaður hefur lítillega kynnst Frjálsíþróttafélaginu Bragðinu í
Þórshöfn. Á síðu Bragðsins,  efst undir Tiltök má skoða aðalviðburði þess félags. Árið 2013 hitti undirritaður þáverandi formann og
varaformann Bragðsins. Þau lögðu áherslu
á að félagið og örugglega önnur færeysk félög vildu gjarnan fá sem flesta
Íslendinga í hlaupin sín. 

Síðan hlupum við Björn Ingvarsson hjá Hlaupahérum á Héraði í Flaggdagsrenningu 2015. Það var gaman en eins og þið eflaust þekkið gengur Íslendingum
ágætlega í samskiptum við Færeyingana. Það er skemmtilegt að kynnast svo náskyldu tungumáli!

Hér eru nokkur hlaup í og
við Þórshöfn sem ég hef athugað:

Flaggdagsrenning,
7 km. Hátt í 200 þátttakendur árið 2015.

Sjá meira um uppruna dagsins á Wikipedia, http://fo.wikipedia.org/wiki/Flaggdagur. Oft er hagstætt fyrir Íslendinga ef Flaggdagsrenning þann 25.
apríl hittir á sumardaginn
fyrsta eða næstu dagana á eftir. Þá fá eða taka sér margir Íslendingar fjögurra daga frí hvort eð er. S
érlega getur orðið þægilegt fyrir þá sem búa á austari helmingi Íslands að taka ferjuna frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöld. Hún leggur að í Þórshöfn
fyrir kaffi næsta dag, það er á okkar sumardaginn fyrsta. Það er hægt að taka þátt þegar hlaupið á sér stað á föstu-, laugar- eða sunnudaginn en ferjan leggur aftur af stað til Íslands á mánudaginn.

Kvinnurenning,
5 km. Þátttakendur oft yfir 2000!

Í þessu hlaupi hjá Bragðinu hafa ávallt verið yfir eitt og jafnvel oft yfir tvö þúsund konur í tímatöku
á 5 km vegalengd. Körlum leyfist að vera með þótt
fyrst og fremst konur taki þátt. Örugglega svakagóð stemning!

Tórshavn
Marathon, styttri leiðir í boði.

Nú er búið að auglýsa hlaupið
2016 á http://www.torshavnmarathon.com en það verður þann 4. júní. Gjaldið er lægst ef þú skráir þig ekki seinna en í byrjun apríl.

 

Klikkið hér til að skoða fleiri kafla um
Færeyjaferðir:

Að fá
upplýsingar um mat, gistingu o.fl. í Færeyjum


kynnast færeyskri tungu og menningu

Íslenskir vinabæir í Færeyjum

Philip
Vogler, Hlaupahéri

s.
864 1173, [email protected]

Egilsstöðum 4. desember 2015

Um Hlaupahéra sjá www.facebook.com/groups/158326164253104/members/

Mig langar að taka fram að ég hef engra eigin hagsmuna að gæta. Hins vegar
finnst mér gaman að tilheyra Hlaupahérum og taka þátt í skemmtilegum
keppnishlaupum. Í apríl 2013 og aftur apríl 2015 var ég í Færeyjum og kynntist Flaggdagsrenningu í Þórshöfn. Upplýsingum
um það hlaup og fleira vildi ég miðla öðrum enda fór ég fljótt að finna fyrir áhuga annarra
Íslendinga á ferð þangað til að hlaupa eða einfaldlega til að ferðast og njóta lífsins í Færeyjum. Verði sem
flestum ykkar að góðu og dreifið endilega þessum upplýsingum víðar eða sendið
hlekk að þeim! Ef þið eruð með tillögu um eitthvað sem ég ætti að bæta sendið mér endilega póst á [email protected]