Lingua – tungumálavinna

Viltu ná til fólks með kynningarefni á erlendu máli? Eða viltu snúa slíku efni á hið ástkæra móðurmál, íslensku? Vantar þig nákvæma þýðingu á kröfu, samningi eða tæknilýsingu? Við kappkostum að skila gæðatexta til þín.

Einnig höfum við langa reynslu, sérstaklega á íslensku, ensku og þýsku, í að yfirfara og bæta fyrirliggjandi texta, hvort sem fjallað er um vísindi, menningu, viðskipti eða önnur málefni.

Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að vinna með velmenntuðu, færu fólki sem hefur reynslu af að skrifa til útgáfu. Yfirleitt þýðir það yfir á móðurmálið sitt. Hver einasta þýðing okkar er yfirfarin og bætt af öðrum samstarfsmanni. Þetta stuðlar að lipru, réttu og skýru málfari.

Markmiðin okkar eru að viðskiptavinurinn verði ánægður en kjörorðin okkar:

Gæði og þjónusta í fyrirrúmi!