Matur, gisting o.fl. í Færeyjum

Að fá upplýsingar um
mat, gistingu o.fl. í Færeyjum

Færeyingar búa í
enn minna landi en Íslandi og hafa bæði gert mikið af göngum og reka þéttar
ferjuferðir milli byggðarlaga þannig að þeir komast yfirleitt heim til sín
kvöldið eftir hlaup. Því er nóg af gistingu eftir handa okkur frá Íslandi
allavega á jaðartímum ferðaþjónustunnar (ekki síst á flaggdaginn í apríl) þótt
heimamenn frá öðrum eyjum taki þátt. Athugið að auk hótela eru íbúðir eða
sumarbústaðir til leigu. Hópar hlaupara mættu hafa samband við Martin Joensen
hjá Smyrli/Norrænu í Færeyjum og fá pakka með ferð og gistingu, sjá www.smyrilline.is/torshavn-16909.aspx.
Einnig er Norræna á Íslandi til í að bjóða verð á farmiðum, sjá www.smyrilline.is.

Vegna gistingar, matar og fleiri
upplýsinga til að mynda um gönguleiðir, bátsferðir o.s.frv. er afar þægilegt að
slá eða afrita einfaldlega orðið

kunningarstovan

inn í Google og þið sjáið þá
strax fjölda upplýsingamiðstöðva víðsvegar í Færeyjum reiðubúnar til þjónustu.
Sjálfur mæli ég með að skrifa einfaldlega á íslensku því það er skemmtilegra
fyrir viðtakandann og einnig fyrir þig að fá færeysku til baka, sem er varla
neinn vandi að lesa! Ef þið eruð með góða aukatillögu sem ykkur finnst að ég
eigi að bæta við þá sendið mér endilega póst um hana á

[email protected]

Það eru margir
áhugaverðir staðir til að borða í Færeyjum, meðal annars í sögulegum húsum og jafnvel
með skemmtilegum kynningum fyrir hópa. Hins vegar er rétt að nefna að veitingastaðurinn
Koks hjá Hótel Færeyjum í Þórshöfn var núna á árinu valinn einn þeirra fimm
bestu í öllu danska ríkinu! Allir hinir fjórir eru í Kaupmannahöfn þannig að
þetta telst afar merkilegt.

Klikkið hér til að skoða fleiri kafla um
Færeyjaferðir:

hlaupa
í Færeyjum


kynnast
færeyskri tungu og menningu

Íslenskir
vinabæir í Færeyjum

Philip
Vogler

s.
864 1173, [email protected]

Egilsstöðum
í desember 2013

Mig
langar að taka fram að ég hef engra eigin hagsmuna að gæta. Hins vegar finnst
mér gaman að tilheyra Hlaupahérunum og taka þátt í skemmtilegum keppnishlaupum
við og við. Í apríl 2013 var ég í Færeyjum vegna fagráðstefnu og sá að ég myndi
rétt missa af Flaggdagsrenningi í Þórshöfn. Þess vegna fór ég að athuga hvernig
væri að fara aftur þangað næsta vor eða jafnvel oftar. Þeim upplýsingum sem ég
fékk vildi ég miðla öðrum enda fór ég flótt að finna fyrir áhuga annarra
Íslendinga á ferð þangað til að hlaupa eða fylgja maka að hlaupstað en þó mest
bara til að ferðast og njóta lífsins í tengslum við hlaupaviðburði þar. Verði
sem flestum ykkar að góðu og dreifið endilega þessum upplýsingum víðar eða
sendið hlekk að þeim alveg að vild!