Náms- og starfsferill Philips

Náms- og starfsferill

Philip Vogler

kt. 041050 7729

Fæddur: Í Lamesa í Texas í Bandaríkjunum árið 1950 (er síðan einnig orðinn íslenskur ríkisborgari)

Heimili: Dalskógum 12, 700 Egilsstaðir

Rafræn sambönd: s. 471 2190, [email protected], www.islingua.is

Maki: Helga Hreinsdóttir

Börnin okkar: Tvær dætur fæddar 1979 og 1983. Tvö afabörn.

Lengra nám og fyrri störf:

Til 1968: Vinna á bómullarökrunum í Dawson County, Texas

1972: BA í ensku frá Texas Lutheran University, með talsverða spænsku og breiðan akademískan grunn

1972-77: Eitt ár í þýskum bókmenntum og tungu á Fulbright-styrk í Universität Giessen, Þýskalandi, þar sem ég hélt áfram að læra u.þ.b. eitt seminar á önn auk hlutakennslu í kvöldskóla og framhaldsskóla, fararstjórnar og ýmis konar ígripavinnu

1978: MA í samanburðarbókmenntum hjá Kaliforníu-háskólanum í Berkeley

1978-1979: Afgreiðsla í Bóksölu stúdenta

1979-1980: Afleysingarkennsla í rúmlega tvær annir í HÍ og meðstjórnandi í Félagi stundakennara HÍ

1980-82: Stundakennsla í MH og nám í HÍ, próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og fimm einingar í Sagnaritun. Á grjótflutningabílum á sumrin.

1982: Rútupróf (og vélhjólapróf áður). Leiðsögupróf fyrir landið allt. Síðan átt aðild að Félagi leiðsögumanna og unnið við leiðsögn á hverju ári.

1982-99: Ensku- og stundum þýsku- og ritvinnslukennsla við ME, oftast í deildarstjórn fyrir ensku. Fjölbreytt námskeið, m.a. mörg um tölvur, og aðeins reynsla í fjarkennslu

1991-92: Nám og svæðisleiðsögupróf fyrir Austurland

1993-97: Stofnaði og rak Útileikhúsið “Hér fyrir austan”

1993-2000: Rak eigin skoðunarferðir af ýmsu tagi, þar af 1997-2003 dagsferðir frá Egilsstöðum í samstarfi við Tanni Travel, Eskifirði

1998: Markaðsmál fyrir iðnmeistara í ME

1998-2004: Lokið aukagrein í ferðafræði við HÍ, með 37 einingum í allt

1999- : Sjálfstætt starfandi við þýðingu, túlkun, prófarkalestur, ritstörf og leiðsögn ferðamanna. Frá 2001 er það innan fyrirtækisins Lingua/Norðan Jökuls ehf., sjá www.islingua.is.

2000-2003: Um tíma vararitari og seinna ritari félags um skemmtiferðaskip, Lagarfljótsormsins hf.

2004-2006: Löggilding sem skjalaþýðandi af íslensku á ensku og seinna einnig af ensku á íslensku. Síðan 2004 orðinn aðili að Félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda.

2007- 2008: Lokið þriggja anna námsbraut í samfélagstúlkun við MÍ

2011: Þýðingar vegna EES/ES (Evrópuþýðingar) við HÍ

Nýleg þátttaka í mikilvægari ráðstefnum:

2002 – European Federation of Tourist Guide Associations í Dublin á Írlandi um keltana

2003 – World Federation of Tourist Guide Associations í Dunblane í Skotlandi um sjálfbæra ferðaþjónustu

2003 – Ráðstefna Ferðamálaráðs Íslands við Mývatn um breyttar áherslur í markaðsmálum

2005 – World Federation of Tourist Guide Associations í Melbourne í Ástralíu um leiðir til að bæta starfandi leiðsögumenn

2005 – Ráðstefna Ferðamálaráðs Íslands í Reykjavík um samkeppnishæfni Íslands

2006 – Málþing um Þórberg Þórðarson að Þórbergssetri á Hala

2010 – Málþing að Þórbergssetri um landnám norrænna og keltneskra þjóða á Suðausturlandi

2011 – Málþing að Þórbergssetri um bókmenntaarfinn og ferðaþjónustu

Stutt námskeið sem tekin voru síðan 1995:

Ráðstefnutúlkun – lotu- og snartúlkun

Tölvufræði

Prófagerð og námsmatInternetið í enskukennslu

Gagnavinnsla og Internetið

Ritun og tölvur

Vefsíðugerð I

Vefsmíðar

Ferðaþjónusta og þjóðmenning

Þýðingafræði og ný hjálpartæki við þýðingar (2001)

Gönguferðir – ferðatækni og hópstjórn (2001)

Að veita afburðaþjónustu (2001)

Landnám Íslendinga í Vesturheimi (2001)

Kvíaeldi (2002)

Að skrifa fyrir Netið (2002)

Mannauðsstjórnun (2003)

Trados-þýðingarminnið (2003)

Skjalaþýðingar og dómtúlkun (2004)

Grunnnámskeið í samfélagstúlkun (2006)

Gönguleiðsögn á Austurlandi (2008)

Markaðssetning á Netinu (2010)

An Introduction to SDL Trados Studio 2011 (19. janúar 2012)

Facebook sem markaðstæki (27.-28. febrúar 2012)

Hvað er þýðingarminni (29. feb. 2012)

Að fjölga viðskiptatækifærum með Google+ (14. mars 2012)

SDL Trados Studio 2011 – Service Pack 2 (26. júlí 2012)

Nokkur SDL-öpp til að hraða þýðingarvinnu (28 nóv. 2012)

Að nýta mismunandi skyldleika við fyrri setningar sem þýðandinn hefur unnið með (29 nóv. 2012)

Skáldskaparverkstæði á Pólar-hátíðinni (12.-13. júlí 2013)

Aukin afköst með þýðingarforritinu Studio 2014 (október 2013)

Handritagerð fyrir leiksvið og kvikmyndir (þriggja vikna námskeið október – nóvember 2013)

Aðferðir við að þýða skjal með SDL Trados Studio 2014 (26. nóvember  2013)

Nýjungar við þýðingarvinnu með 2. uppfærslu af SDL Trados Studio 2014 (27. nóvember  2014)

Skyndihjálp hjá Rauða krossinum (14. til 16. apríl 2015)

Studio 2015: Persónulegar lausnir fyrir þýðingarforritið (27. ágúst 2015)

Rödd – spuni – tjáning (31. október til 1. nóvember 2016)

Vistakstur – öryggi í akstri (October 2016)

Inngangur að þýðingarforritinu SDL Trados Studio 2017 (6. desember 2016)

Tímasparandi möguleikar þýðingarforritsins SDL Trados Studio 2017 (17. janúar 2017)

Umferðaröryggi – bíltækni (26 nóvember 2017)

Lög og reglur vegna meiraprófs (9. janúar 2018)

Fólksflutningar (25. febrúar 2018)

Skyndihjálp vegna meiraprófs (16. apríl 2018)

Aðgengi og leiðbeiningar í Studio 2019 (16. ágúst 2018)

Skyndihjálp hjá Rauða krossinum (18. maí 2019)

Endurmenntunarferð um norðurgosbeltið (28.-29. september 2019)

Áhugamál:

  • Hef gegnum árin farið í lengri og styttri skoðunarferðir, oft undir leiðsögn og yfirleitt með konunni minni. Stundum erum við á hjóli eða gönguskíðum en oftast gangandi.
  • Frá um 1980 hef ég skrifað óreglulega í blöð. Upp úr 1990 vann ég að því að Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að lokum stofnað árið 1996. Síðan 2008 hef ég oft sjálfur samið vísur í samræmi við hefðbundna íslenska bragarhætti. Nú til dags sem ég á að gíska fjórar til fimm tækifærisvísur á dag að meðaltali. Þær sem ýmsir aðrir aðilar hafa birt í sínum miðlum af ólíku tagi teljast nú í hundruðum. Þar að auki gef ég mjög oft eða sendi vísu til fólks sem ég er í samskiptum við, sjá dæmi undir hlekknum til vinstri, Ýmislegt. Síðan á útmánuðum 2017 hef ég oft sett inn vísur eða rætt hefðbundinn íslenskan kveðskap á hinni mjög virku Fésbókarsíðu Boðnarmjöður. Grein um þessi áhugamál mín birtist í Stuðlabergi 2/2016 en það tímarit er helgað hefðbundinni íslenskri ljóðlist. Síðan 2011 hef ég stjórnað fundum áhugafólks á svæðinu um ljóð, svokölluðum ljóðastundum, einu sinni í mánuði á veturna.
  • Var gjaldkeri ferðamálafélags Héraðs og Borgarfjarðar í fimm ár, gjaldkeri og forsvarsmaður líðsins míns í körfubolta í um 25 ár. Síðan í október 2012 hlaupi ég reglulega með Hlaupahérunum hér í nágrenninu.
  • Hef verið formaður foreldrafélags leikskólans, foreldrafélags grunnskólans og svæðisfélags Hins íslenska kennarafélags, auk þess að vera formaður Framfarafélags Fljótsdalshéraðs til margra ára. Innan þess félags hef ég unnið að undirbúningi margra kynninga, stærri og smærri, m.a. í samvinnu við Mývetninga. Var þrjú ár formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands og trúnaðarmaður flestra kennara (HÍK) í ME í mörg ár þangað til ég hætti þar eftir vorönn 1999. Sat í átta ár í Jafnréttisnefnd Austur-Héraðs, þar af í fjögur ár sem formaður (1998-2002).
  • Hef unnið ásamt konunni tvisvar til verðlauna fyrir garð okkar á Egilsstöðum. Í nokkur ár fyrir 1990 var ég gjaldkeri Egilsstaðadeildar Garðyrkjufélags Íslands.
  • Leiddi hóp sem vann við að varðveita og kynna fornar fjallleiðir, sbr. ritið Fornir fjallvegir á Austurlandi. Árið 1999 gáfum við út 16 síðna kver um gömlu póstleiðina yfir Eskifjarðarheiði og árið 2000 hliðstætt kver um Berufjarðarskarð. Sumarið 2002 kom út 20 síðna bæklingurinn Fjallvegir um Fáskrúðsfjörð: Stuðlaheiði – Reindalsheiði. Við stóðum fyrir þremur ráðstefnum, fimm gönguferðum og myndasýningu þar sem þátttakendur voru á bilinu 13-70 manns. Að einhverju leyti er unnið áfram að þessum hugmyndum því ætlunin er að koma á veraldarvef einskonar biblíu allra hefðbundinna fjallvega á Íslandi.
  • Á vegum ofannefnds Framfarafélags vann ég í mörg ár að því að stígakerfi yrði byggt upp kringum Lagarfljót ofan við Egilsstaði og Fellabæ. Aðeins lítill hluti þess er þó komið í framkvæmd, meðal annars reiðhjólastígur milli þorpanna. Nú allrasíðustu árin leiði ég hóp sem vill áfram byggja upp og bæta við stígum nálægt þorpunum á Mið-Héraði.
  • Vinn upp á eigin spýtur við að ná lestrar- og hlustunarskilningi á dönsku, sænsku, norsku og færeysku. Þetta er langtímaverkefni en ég styðst við nútímaefni sem ég finn og hleð niður á Internetinu, þar á meðal skrifaðar fréttir og þætti til að hlusta á. Hlusta einnig reglulega á upplýsandi hlaðvarpsþætti frá mörgum mismunandi löndum og útvarpsstöðvum á ensku, þýsku, spænsku og frönsku. Á þennan hátt fæ ég bæði að fylgjast almennt með sem flestum málefnum og að viðhalda eða bæta málakunnáttu.
  • Les upp og ræði ljóð við íbúa hjúkrunarheimilisins Dyngju hverja viku yfir veturinn. Einu sinni í mánuði á veturna leiði ég ljóðastundir Félags ljóðaunnenda á Austurlandi þar sem þátttakendur lesa upp eða syngja eigin ljóð eða önnur ljóð sem hver og einn velur. Gjarnan yrki ég nokkrar vísur á dag og birti þær oft hjá Fésbókarhópnum Boðnarmiði og víðar.

Annað:

Hef fullkomið vald á ensku og mjög gott vald á íslensku og þýsku. Síðan í maí 1999 hef ég gert þýðingar og prófarkalestur að aðalstarfinu mínu auk ferðaþjónustu. Mjög hæft samstarfsfólk aðstoðar reglulega við tungumálaverkefnin. Um er að ræða fjölbreytta texta í mörgum greinum. Auk langrar reynslu í leiðsögn og kennslu hef ég almenna reynslu af samskiptum við hópa og við að skipuleggja og leiða fundi. Hef oft skrifað fundargerðir.

Egilsstöðum í október 2019