Norðan Jökuls: leiðsögn

Kynnumst saman náttúru og menningu landsins!

Ísland hefur margt að bjóða en hægt er að fara á mis við ýmislegt í náttúrunni og mannlífinu. Þjálfaður leiðsögumaður bætir þekkingu á umhverfinu og auðveldar ferðamanninum að njóta þess til fulls.

Philip Vogler, stofnandi og stjórnandi Norðan Jökuls, leggur áherslu á náið samband við náttúruna og menningu heimamanna. Síðan ný lög um ferðaþjónustu tóku gildi í byrjun ársins 2019, selur hann leiðsögn eða ferðaráðgjöf eingöngu sem verktaki til fyrirtækja sem eru með leyfi til að skipuleggja og selja ferðir.

Philip veitir leiðsögn um allt land og hefur til þess menntun og reynslu. Þó hefur hann með tímanum lagt áherslu á leiðsögn um norðan- og austanvert landið, frá Húnaflóa austur og suður um að Mýrdalssandi. Philip býr á miðju þessa svæðis á Egilsstöðum.

Það er ávallt höfuðatriði ferðar að sem flestir í hópnum hafi ánægju af enda eru kjörorðin:
Gæði og þjónusta í fyrirrúmi!