Almennt um þjónustu, ábyrgð og stefnu Lingua/Norðan jökuls

Innan Lingua/Norðan Jökuls ehf. sér Lingua-armurinn um tungumálaþjónustu, þ.e. að þýða, lesa yfir og bæta eða semja texta. Hinn armurinn, Norðan Jökuls, vinnur sem verktaki við leiðsögn og/eða ráðgjöf um skipulag ferða.

Framkvæmdastjórinn og stofnandi fyrirtækisins, Philip Vogler, hefur numið ensku til BA-prófs og síðan ensku, þýsku og íslenska leiðsögn auk kennslu-, bókmennta- og ferðafræði. Einnig hefur hann safnað mikilli reynslu sem kennari, þýðandi, bílstjóri og leiðsögumaður. Sjá náms- og starfsferil hans hér.

Þagnarskylda og trúnaður eru í hávegum höfð um öll mál sem leynt eiga að fara en fyrirtækið tekur ekki meiri ábyrgð á sínu starfi en almennt gerist hjá íslenskum þýðendum né innan Félags leiðsögumanna.

Philip svarar oftast símhringingum á virkum dögum. Hins vegar er öruggt að senda tölvupósti því svarað verður ekki seinna en þarnæsta virkan dag og almennt mun fljótar. Oft er fyrirtækið tilbúið í helgar- eða kvöldvinnu en misjafnt hve fljótt er hægt að komast í nýtt verkefni.

Internetið skipti sköpum við að koma þessu landsbyggðarfyrirtæki á koppinn. Netið er stöðugt nýtt til að fá upplýsingar fyrir leiðsögn og um heppileg orð og málfar. Einnig nýtist það til kynningar og til að tengjast samstarfsfólki, hvar sem er í heiminum. Tæki og mikilvæg tölvuforrit fyrirtækisins eru endurnýjuð reglulega og uppfylla þau flestar nútímavæntingar.

Vinna fer oftast fram rafrænt, það er án pappírs. Rusl er lágmarkað frá vinnustað og það sem myndast er flokkað eftir því sem færi gefst innan sveitarfélagsins. Sem betur fer er Fljótsdalshérað til fyrirmyndar að sumu leyti. Fjölskylda Philips jarðgerir allt sitt lífræna rusl og notar moltuna í eigin garði þar sem aldrei er beitt eitri.

Aðalmarkmið Lingua/Norðan Jökuls er að uppfylla kjörorðin:

Gæði og þjónusta í fyrirrúmi!