Tungumálaframboð og starfshættir – Lingua

Lingua hefur fengið til samstarfs móðurmálsþýðendur í nokkrum tungumálum sem mest tengjast íslenska markaðnum. Hér er fyrst og fremst átt við íslensku, ensku, þýsku og pólsku en fyrirtækið tengist fleiri góðum aðilum.

Allir þýðendur okkar hafa reynslu af því að skrifa til útgáfu. Ef þeir eru ekki að þýða yfir á móðurmálið sitt þá er textinn lesinn yfir af hæfum móðurmálsmanni. Á eftir að þýðing hefur verið lesin yfir, oftast af samstarfsmanni, ná báðir aðilar yfirleitt saman um orðalag. Stundum er lesið yfir með fulltingi verkkaupans.

Slík reynsla við yfirlestur nýtist einnig til að bæta texta handa hverjum sem er, líka á erlendum málum.