Gæði við leiðsögn og ráðgjöf

Til að vera fær um að bjóða úrvals leiðsögn og vandaða ráðgjöf situr leiðsögumaður og stjórnandi Norðan Jökuls, Philip Vogler, oft fundi og námskeið um tengd málefni. Einnig leggur hann áherslu á að kynnast fleiri þáttum með lestri, símtölum og eigin ferðum á staðinn.

Philip fylgist með íslensku mannlífi, fréttum og náttúrunni, sérstaklega á þeim svæðum sem hann leiðsegir oftast um. Við ráðgjöf og leiðsögn er reynt að vekja skilning á gildi náttúru og menningar í anda grænnar ferðamennsku.

Philip er með réttindi til að aka rútu og leiðsegja samtímis. Þau réttindi gilda til haustsins 2023. Philip sækist þó lítið eftir að aka þar sem hann vill frekar einbeita sér að leiðsögn.

VERÐ Á VERKTAKAVINNU

Sem gróft viðmið fyrir ferðaþjónustuaðila kosta leiðsögn og ferðaráðgjöf Norðan Jökuls 12.500 krónur á klukkustund. Lágmarksgreiðsla er hins vegar 30.000 kr. Á þessar tölur leggst 11% virðisaukaskattur.

Ef um mjög margar klukkustundir eða jafnvel daga er að ræða verður tillit tekið til þess og fleiri þátta. Oft er samið fyrirfram um verð. Hafið samband við Philip um slíkt. Meðal annars fá ferðaskrifstofur afslátt við að panta endurtekna leiðsögn í svipaðar ferðir á stuttu tímabili.

Útlagður kostnaður er ekki innifalinn nema að það sé tekið fram, til dæmis útgjöld vegna matar, gistingar eða bifreiðar. Akstur í eigin jeppa Philips er greiddur í samræmi við kílómetrataxta ríkisskattstjóra. Vel að merkja bætist á allan útlagðan kostnað 24% vsk, ekki 11%.