Vinabæir Íslands í Færeyjum
Íslenskir vinabæir í
Færeyjum
Hér eru systursveitarfélögin á nýjasta listanum sem mér
hefur tekist að afla. Ég þakka Unnari
Stefánssyni, formanni vinabæjanefndar Norræna félagsins, fyrir hjálpina.
Mér er sagt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að lítil hreyfing hafi verið síðan
um 2002.
Hugsanlega viltu hjálpa að rækta tengslin ef sveitarfélagið
þitt á vinabæ í Færeyjum. Einnig er vel hugsanlegt að þú getir nýtt þér slík
tengsl, til dæmis við að fá styrk til viss átaks eða til samvinnu, meðal annars
um hlaup. Mörg fleiri sveitarfélög í báðum löndum hafa hugleitt að festa sér ÍS
– FO systur þannig að gaman væri að fá fréttir um nýja aðila sem ég ætti að
bæta við listann. Ef til vill vantar í þínu sveitarfélagi ekki nema herslumun
að klára að stofna til vinabæjatengsla í Færeyjum. Þá gætir þú hjálpað við að klára
málið!
Færeyjum Íslandi
Eidi Siglufjörður
Fuglafjörður Norðurþing
Eysturkommuna (áður strax Gøta)
Klaksvík Kópavogur
Lervik Borgarbyggð
Midvágs Kommuna Reykjanesbær
Runavik Fljótsdalshérað
Sandavogur Fjarðabyggð
Sands Kommuna Seyðisfjörður
Sørvágur Akranes
Skálar Ísafjarðarbær
Tórshavn Reykjavík
Tvöroyar Hafnarfjörður
Vestmanna Snæfellsbær
Vágur Sandgerði
Klikkið hér til að skoða fleiri kafla um
Færeyjaferðir:
Að fá
upplýsingar um mat, gistingu o.fl. í Færeyjum
Að
kynnast færeyskri tungu og menningu
Philip
Vogler
s.
864 1173, [email protected]
Egilsstöðum
í desember 2013