Ýmislegt frá Philip og Lingua/Norðan jökuls

Skiltið Vinsamlegast dreptu á bílnum

Dæmi um áhugamannavísur eftir Philip Vogler

Um Færeyjar – næsta nágrannann í austri:

Tækifæri til að hlaupa í Færeyjum

Að kynnast færeyskri tungu og menningu

Um mat, gistingu o.fl. í Færeyjum

Íslenskir vinabæir í Færeyjum

Jóla- og sumarkveðjur

Útileikhúsið “Hér fyrir austan”:

Philip stofnaði Útileikhúsið „Hér fyrir austan“ og rak það frá 1993 til 1997. Föst leikdagskrá var á hverju miðvikudagskvöldi, í eitt sumar á Eiðum og síðan fjögur sumur í Selskógi við Egilsstaði. Leikverkin tengdust ávallt Austurlandi og voru fyrst og fremst eftir austfirska höfunda. Einnig bauð Útileikhúsið tónlist, þjóðdansa, handunnar vörur og þjóðlega hressingu, sýnikennslu um torfvinnslu og gerð sauðskinnsskóa, rímna, ketilkaffis og margt fleira. Viðburðadagar voru frá 8 til 27 á sumri.

Allt var þetta gaman og menningarlegt en kostaði Philip óhemjutíma. Verra var að reksturinn stóð aldrei undir sér þrátt fyrir þá styrki sem fengust. Þar sem árlegt tap var verulegt varð Philip að hætta eftir þessi fimm ár. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir um slíka starfsemi og vilt spjalla um þær eða jafnvel kanna möguleika á að starfa saman að þeim, hafðu endilega samband! Rekstrarskilyrði og styrkmöguleikar hafa vafalaust breyst auk þess að aðrar útfærslur koma vel til greina.